Skip to main content

Spurðu þig og fáðu svör

Spurðu þig og fáðu svör

SPURÐU ÞIG OG FÁÐU SVÖR

   REBEKKA PÉTURS skrifar ...  

Við uppteknu konurnar eigum það til að vilja að finna leiðir til að bæta lífið okkar átta okkur á hvað er að virka og hvað er í raun ekki að virka ...

Sem kona sem hefur ákafan áhuga á að betra mig, hefur morgunrútínan mikil áhrif. Að undanförnu hef ég velt því mikið fyrir mér og hvað það er sem þarf helst að spá í. Það sem helst hefur áhrif er hvernig ég vakna, hvernig ég skipulegg daginn og hverskonar viðhorf ég er með.  

                    

HVERNIG ER BEST AÐ BYRJA?

Eftir að ég kveiki á uppáhalds tónlistinni minni hverju sinni og fæ mér kaffibolla, er tími til að spyrja mig nokkurra grundvallarspurninga. Ég leyfi svörunum mínum að ráða deginum mínum. Mig langar til þess að deila nokkrum þeirra með þér, til að þú getir bætt þeim við þína rútínu. 

Að tala við sjálfið sitt, og ekki síst fá svör er eitt það mikilvægasta til að skilja hvað þú vilt fá út úr deginum, og lífinu sjálfu. Þú þarft ekkert mikið til, engar gífurlegar breytingar eða ákvarðanir til að þróa þig áfram. Það eru engar afsakanir, þú bara byrjar. 

HÉR ERU SPURNINGAR FYRIR ÞIG TIL AÐ BYRJA

 • Hvað þarf ég meira af í dag
 • Hvað get ég lært af gærdeginum?
 • Hvernig get ég gert daginn frabærann?
 • Til hvers hlakka ég í dag?
 • Hvers kvíði ég í dag?
 • Hvernig langar mig að birtast heiminum í dag?
 • Hvernig get ég fært meiri ró og frið inn í daginn minn?
 • Hvar og hvernig vil ég að vera með algjöra ró í dag?
 • Hvað get ég gert til að elska sjálfa mig í dag? 
 • Hvernig get ég verið meira ,,ég’’ í dag?
 • Hvernig get ég stigið út úr þægindarammanum mínum í dag?

Þetta eru bara nokkrir punktar til að koma þér af stað. Leyfðu þér að spyrja spurninga og vertu spennt að fá svör. Síðast en ekki síst …

EIGÐU EINS GÓÐAN DAG OG ÞÚ VILT AÐ HANN SÉ

ÁST OG FRIÐUR

REBEKKA 

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.