Skip to main content

Skil og skipti

Hægt er að koma til okkar í verslun Heima er gott í Faxafeni 10 til að skipta (sjá opnunartíma hér). Hafir þú ekki tök á að koma í verslun skaltu senda póst á hallo@heimaergott.is til að fá upplýsingar um skil og til að taka frá þær vörur sem skipta skal í. Þegar sá póstur hefur verið sendur hefst skilaferlið og 14 daga fresturinn er úr gildi.

Við sendum þér þá allar upplýsingar til að skila og skipta. Þú greiðir kostnað við að senda skilin til okkar en við sendum þér ný skipti á okkar kostnað.

Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum, óskemmdum umbúðum. Hægt er að skipta í aðra vöru eða fá inneign í verslun okkar. Upphæð inneignar eða skila skal sú hin sama og greitt var upphaflega fyrir vöruna. Ekki er hægt að veita endurgreiðslur á vörum keyptum í verslun. Engar undantekningar eru gerðar á þessu.

Vörur keyptar í netverslun fæst skilað eða skipt innan 14 daga frá því að pöntun er tilbúin til afhendingar, sé kvittun eða greiðslustaðfesting fyrir hendi. Ef varan uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá endurgreiðslu, munt þú fá staðfestingu í tölvupósti.

Að 14 dögum liðnum fæst vörum einungis skilað gegn inneign í verslun okkar.

ATHUGIÐ að vinnsla skila og endurgreiðslna getur tekið allt að 14 daga eftir atvikum.

Við viljum að sjálfsögðu að varan þín sé í lagi. Ef þú sérð að eitthvað er að vörunni, hafðu endilega samband við okkur.

Nei því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum en hægt er að skipta þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.

Séu vörur keyptar með afslætti fæst þeim eingöngu skilað eða skipt á því verði sem þær voru keyptar á. Mikilvægt er að vera með pöntunarnúmer eða skiptimiða á vörunum.

Vara sem er merkt "endanleg sala" fæst ekki skilað eða skipt og gilda því ekki skiptimiðar fyrir þær vörur. 

Afhending og sending

Þú getur valið að sækja pöntun til okkar í verslun, Faxafeni 10.

Afgreiðslutími pantana er að jafnaði 1 til 3 virkir dagar en oftast getum við afgreitt fyrr. Ef það liggur á við sérstakt tilefni, hafðu samband! Athugið að á sérstökum álagstímum (útsölur, tilboð eða annað), gæti afgreiðsla tekið lengri tíma en við gerum okkar allra besta til að afgreiða allt hratt og örugglega.

Hægt er að fá sent með Dropp eða Póstinum. Þú velur þinn afhendingarstað í pöntunarferli.

Almennt

Til að minnka áreiti í verslun, og til að tryggja að engin fyrirspurn fari framhjá okkur sinnum við öllum erindum eingöngu í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla.

Þannig tryggjum við að hver beiðni fái fulla athygli, að ekkert glatist í símtölum og að við getum svarað með nákvæmum upplýsingum, sama hvort þú ert að spyrja um stærðir, sendingar eða pantanir.

Við svörum eins fljótt og við getum og kunnum ótrúlega vel að meta skilninginn

Best er að þvo fötin okkar við 30° og hengja til þerris. Gætið þess að hengja kjóla ekki á herðatré á meðan þeir eru blautir, þar sem það gæti teygt of mikið á efninu.

Ef þér hefur boðist afsláttarkóði seturðu hann inn í greiðsluferlinu til að virkja hann. 

Aðeins er hægt að nýta eitt tilboð / afslátt fyrir hverja pöntun, nema annað sé tekið fram. Hafi afsláttarkóði verið nýttur á vöru sem þegar er með afslætti telst pöntunin ógild. 

Hafi vara ekki verið sótt innan við 6 mánuði eftir að hún er tilbúin til afhendingar fer hún aftur í sölu.  

24% VSK er alltaf innifalinn í verði vörunnar. Heima er gott áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.

Við reynum að tryggja að öll verð sem birtast á síðunni okkar séu rétt en pöntun telst ekki gild fyrr en við höfum farið yfir hana og staðfest afgreiðslu.  Ef það er verðmunur og vara hefur selst á röngu verði, munum við vera í sambandi við þig og ef þú óskar eftir því að fella niður pöntunina, færðu hana að fullu endurgreidda.