Skil og skipti
Hægt er að koma til okkar í verslun Heima er gott í Faxafeni 10 til að skipta (sjá opnunartíma hér). Hafir þú ekki tök á að koma í verslun skaltu senda póst á hallo@heimaergott.is til að fá upplýsingar um skil og til að taka frá þær vörur sem skipta skal í. Þegar sá póstur hefur verið sendur hefst skilaferlið og 14 daga fresturinn er úr gildi.
Við sendum þér þá allar upplýsingar til að skila og skipta. Þú greiðir kostnað við að senda skilin til okkar en við sendum þér ný skipti á okkar kostnað.
Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum, óskemmdum umbúðum. Hægt er að skipta í aðra vöru eða fá inneign í verslun okkar. Upphæð inneignar eða skila skal sú hin sama og greitt var upphaflega fyrir vöruna. Ekki er hægt að veita endurgreiðslur á vörum keyptum í verslun. Engar undantekningar eru gerðar á þessu.
Vörur keyptar í netverslun fæst skilað eða skipt innan 14 daga frá því að pöntun er tilbúin til afhendingar, sé kvittun eða greiðslustaðfesting fyrir hendi. Ef varan uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá endurgreiðslu, munt þú fá staðfestingu í tölvupósti.
Að 14 dögum liðnum fæst vörum einungis skilað gegn inneign í verslun okkar.
ATHUGIÐ að vinnsla skila og endurgreiðslna getur tekið allt að 14 daga eftir atvikum.
Nei því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum en hægt er að skipta þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.
Séu vörur keyptar með afslætti fæst þeim eingöngu skilað eða skipt á því verði sem þær voru keyptar á. Mikilvægt er að vera með pöntunarnúmer eða skiptimiða á vörunum.
Séu vörur keypt á lokaútsölu, fæst þeim hvorki skilað né skipt. Öll kaup eru því endanleg.
Með því að versla hjá Heima er gott samþykkir þú skilmála þessa
