
Þegar þú átt skilið dekur
Ég hef gert það að forgangsatriði að gefa mér tíma í ,,self care’’ í hverri viku. Einhvern veginn ná þessir litlu sykurmolar frá Harper + Ari að hafa áhrif á bæði líkama og sál. Slökunin sem fylgir því að skrúbba í bland við dásamlega ilmi gerir allt ferlið svo ljúft.
Hver ilmurinn er nefnilega örðum betri, mig langar næstum að borða þá! Það er sennilega algeng löngun því að á pakkanum sjálfum stendur að það eigi einmitt ekki að borða þá.
Spurðu þig og fáðu svör
Við uppteknu konurnar eigum það til að vilja að finna leiðir til að bæta lífið okkar átta okkur á hvað er að virka og hvað er í raun ekki að virka ...
Sem kona sem hefur ákafan áhuga á að betra mig, hefur morgunrútínan mikil áhrif. Að undanförnu hef ég velt því mikið fyrir mér og hvað það er sem þarf helst að spá í. Það sem helst hefur áhrif er hvernig ég vakna, hvernig ég skipulegg daginn og hverskonar viðhorf ég er með.
Allt sem er bleikt, bleikt
Að velja sér rétt nærföt er stór hluti af því að viðhalda heilbrigði, en ef nærfötin eru óæskileg verða líkurnar og á ójafnvægi meiri.
Það nefnilega kannast margar konur við að þegar líður á daginn og þær eru búnar að vera á fullu eru nærfötin farin að vera óþæg, rök og safna í sig bakteríum. Það gerist þegar ónátturuleg efni komast í snertingu við húðina og sýkingar eiga mjög auðvelt með að þróast. Þess vegna er mikilvægt að vera í eins náttúrulegum efnum og hægt er, til dæmis bómull, sem er ræktuð án eiturefna og lituð með því sem náttúran gefur!