Skip to main content

Sagan okkar

Heima er gott er lífsstílsverslun fyrir nútíma konur sem hafa gott af alvöru dekri, vellíðan og kósýheitum. MarkmiðIð okkar er að færa hinni uppteknu konu verkfærin sem hún þarf til að lifa sínu besta lífi.  Inniskór, sloppar, kerti, bækur, húðumhirða, skreytingar og margt fleira, frá vönduðum merkjum víðvegar um Evrópu. Allt í allt, að gera lífið, heimilið og líkamann að betri stað.


HEIMA ER GOTT TILFINNINGIN SNÝST UM AÐ ÞÚ GETIR SLAKAÐ Á, VERIÐ ÞÚ SJÁLF OG UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR NÆSTU VERKEFNI LÍFSINS, UMKRINGD MUNUM SEM VEITA ÞÉR ÞÆGILEGA TILFINNINGU ...

 

,,Jafnvel þó þér finnist eins og þú hafir engann tíma fyrir sjálfa þig - þá er það nauðsynlegt. Það er auðvelt að verða einangruð og heltekin af því að vera upptekin, afþví to-do listinn viðist vera endalaus. Vonandi getur Heima er gott hjálpað þér að finna frið fyrir sjálfa þig, jafnvel bara í smá stund’’

 

Við erum búnar að skilyrða okkur til þess að halda að það að vera upptekin sé það sama og að ná árangri. Endalaus keyrsla þýðir bara það að vélin slitnar fyrr. Afþví við gefum okkur ekki tíma til þess að slaka á, leyfa líkamanum okkur að jafna sig eftir átök lífins, og huganum að finna frið, þá er líklegra að við brennum yfir og lendum á þakinu. Þitt hlutverk er að vera besta útgáfan af þér sjálfri og njóta lífsins. Passaðu upp á þig og leyfðu þér að líða vel.

,,ÞÚ ÁTT GÓÐA HLUTI SKILIÐ''

   

Á BAKVIÐ TJÖLDIN 

HVER ER ÞAR? 

MÍN SAGA

Ég er Rebekka, heilinn og sálin á bakvið verslunina Heima er gott - en í teyminu mínu er fullt af snillingum sem sinna því sem ég get ekki, til að allt gangi vel. Ég er mjög heimakær og ég vil að öllum líði vel á heimilinu mínu. Ég er mikill fagurkeri og vil gera það besta úr öllum aðstæðum, súrum og sætum. Ég er líka einstaklega mikil dekurrófa og er þekkt fyrir að kunna að gera notalegt í kringum mig, hvert sem ég fer. Verslunin mín er einskonar framlenging af mér sjálfri, heimilinu mínu og því sem ég stend fyrir.

MÍN MARKMIÐ

Markmiðið mitt er að hjálpa þér að vera besta útgáfan af þér sjálfri, með því að færa þér muni sem ég sjálf elska og dái og hafa veitt mér þægindi.  Ég vil því deila með öðrum því sem að ég hef fundið veita mér hamingju og vellíðan. Mér finnst mikilvægt að hver og einn finni sína ástríðu, stíl og umkringi sig með fólki og munum sem veita innblástur, notalega tilfinningu og ást - þetta snýst jú allt um það að líða vel. Ég vil að þú upplifir heimilið þitt sem griðarstaðinn þinn, þar sem þú getur verið þú sjálf, slakað á og nært þig inn að beini. 

 

ÞETTA SNÝST ALLT UM AÐ LÍÐA VEL