Allt sem er bleikt, bleikt
Allt sem er bleikt, bleikt ...
REBEKKA PÉTURS skrifar ...
Í dag er Bleiki Dagurinn þar sem við styðjum baráttuna við brjóstakrabbamein. Samfélagið er alltaf að átta sig betur á því hvað þá er mikilvægt að fylgjast með heilsunni og passa að allt sé í lagi. Vitundarvakningin er svo mikilvæg að því leitinu til að hægt er að greina mein fyrr og grípa strax til ráðstafana.
VIÐ EIGUM BARA EINN LÍKAMA OG ÞAÐ ER OKKAR HLUTVERK AÐ FARA VEL MEÐ HANN
AÐ VELJA RÉTT NÆRFÖT
Að velja sér rétt nærföt er stór hluti af því að viðhalda heilbrigði, en ef nærfötin eru óæskileg verða líkurnar og á ójafnvægi meiri.
Það nefnilega kannast margar konur við að þegar líður á daginn og þær eru búnar að vera á fullu eru nærfötin farin að vera óþæg, rök og safna í sig bakteríum. Það gerist þegar ónátturuleg efni komast í snertingu við húðina og sýkingar eiga mjög auðvelt með að þróast. Þess vegna er mikilvægt að vera í eins náttúrulegum efnum og hægt er, til dæmis bómull, sem er ræktuð án eiturefna og lituð með því sem náttúran gefur!
Til að ná þessum fallega bleika tón á bómullina eru notaðir litir úr náttúrulegum blómum og grösum.
Það þýðir að liturinn er alveg jafn góður við þig og hann er við jörðina okkar.
LÉ BUNS eru hönnuð með líkamann þinn í huga, það er eitthvað fyrir alla til að líða dásamlega.
Efnið sem fötin okkar eru búin til úr hefur ekki bara bein áhrif á náttúruna heldur líka líkamann okkar. Húðin er okkar stærsta líffæri og viljum við virkilega klæða okkur í flíkur sem eru stútfullar af skaðlegum efnum?
AÐ LÍÐA VEL Í EIGIN LÍKAMA SKIPTIR ÖLLU MÁLI
ÁST OG FRIÐUR
REBEKKA
Comments