Skip to main content
0
9
0
9
dagar
0
9
0
9
tímar
0
9
0
9
mínutur
0
9
0
9
sekúndur

Kósýkvöld fyrir einn

Kósýkvöld

Við eigum öll skilið að slaka á, dekra og njóta!
Hér eru því sjö skotheld ráð sem tryggja þér mest kósý kvöld í heimi, því það er ekkert sem segir sjálfsást betur en kósýkvöld fyrir einn! 

Dekur sturta

Jafnast eitthvað við tilfinninguna eftir góða sturtu eða bað? Ég held ekki. En til að krydda aðeins upp á sturtuna, notum sápur og skrúbba sem ilma vel og veita okkur gleði. Og taktu þinn tíma líka, til hvers að flýta þér? 

Skoða sápur, skrúbba og fleira hér

sápudekur

Dressið

Við dressum til að impressa á daginn, en á kvöldin fer maður oft bara í það sem liggur okkur næst. Á kósýkvöldum ættum við að dressa til að impressa okkur sjálf! Það skiptir svo miklu máli að koma sér í rétt hugarástand, þar er mitt helsta trikk að fara í kósýföt sem mér finnst falleg. Finn til fínustu náttfötin mín, fer í inniskóna og jafnvel klæði mig í sloppinn fyrir ‘’spa’’ tilfinninguna. Um leið og dressið er komið þá er verkið hálfnað.

Skoða inniskó og sloppa

Kerti,kerti,kerti…

Algjör staðalbúnaður notalegheita. Andrúmsloftið verður bara meira slakandi og tala nú ekki um hvað það er gott að vera umvafin sínum uppáhalds ilm. Mitt persónulega uppáhald þessa dagana er SLAKA kertið okkar. 

Skoða kerti

Hármaski

Á síðastliðnum kósýkvöldum mínum hef ég verið að sækja frekar í hármaska en andlitsmaska. Ekki misskilja, ef neyðin er til staðar þá sæki ég andlistmaskann. En það er bara svo mikið þægilegra að setja í sig hármaska. Tími verður ekki eins mikið stress og við auðvitað viljum reyna að forðast stress eins og heitan eld á svona kvöldum. Þess vegna sæki ég frekar í djúpnæringar hármaska og leyfi hárinu mínu að drekka í sig alla mögulega næringu.

Skoða Hármaska

Dekrið

Er eitthvað sem virðist alltaf fara uppá hillu en þú vilt innleiða í rútínuna? Sjálf á ég það til að gleyma body lotion-inu því  ég virðist alltaf vera að drífa mig eitthvað.
Gefum okkur tíma í að sinna litlu hlutunum. Fyrir mig er það body lotion, fyrir þig kannski brúnkukrem, handáburður, líkams olía, naglalökkun eða eitthvað annað lítið skref sem við ætlum að loksins gefa okkur tíma í að sinna.

Allt annað en síminn!

Helsta ráðið mitt er að leggja síman frá sér, setja hann kannski í hleðslu í öðru herbergi svo við gleymum honum hreinlega bara. Lestu heldur uppáhalds tímaritið þitt, eða bókina sem þú keyptir fyrir hálfu ári síðan og ert alltaf á leiðinni að byrja á. Eða horfðu á þáttinn þinn eða bíómynd, vertu bara með kósý teppi tiltækt fyrir max kúr.

Taktu tímann frá

Að lokum, þá er maður oft búin að segja við sig ,,Í kvöld er dekur!’’ en lífið kemur í veg fyrir það. Ef þú þekkir það mynstur, þá mæli ég með að taka tíma frá fyrir kósýkvöld og setja það í dagatalið. Í rauninni bara að taka frá tíma fyrir okkur sjálf, það er jafn mikilvægt og öll önnur lífsins verkefni.

Ég vona að ráðin hér að ofan hjálpi þér að fá sem mest úr kósýkvöldinu. Við verðskuldum öll ást, og þá sérstaklega sjálfsást. 

Xoxo, Birgitta hjá Heima er gott

Kósýkvöld

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.