Skip to main content

Dísa Steinars dásamar Lé Buns

Dísa Steinars dásamar Lé Buns

DÍSA STEINARS dásamar Lé Buns  

x

Heima er gott 

REBEKKA PÉTURS skrifar ... 

Hin elskulega Dísa Steinars hafði nýlega samband við mig, þar sem hún lýsti spennu sinni og aðdáun á Heima er gott, versluninni og ekki síður hugmyndafræðinni að baki hennar. Hún vildi endilega fá að kynnast okkur betur. Hún lifir sjálf eftir sömu gildum og ég, með áherslu á góða sjálfsmynd, bæði líkamlega og andlega, og sanngirni gagnvart öllu og öllum, fólki sem umhverfi.  Þar af leiðandi tók ég henni fagnandi og fljótlega hófst fallegt samstarf.

Við mæltum okkur mót yfir kaffibolla, að sjálfsögðu heima við, og kynntum hugmyndir okkar fyrir hvorri annari. Eftir að hafa kynnt hugmyndir okkar og áherslur yfir notalega kvöldstund lét ég Dísu fá nokkrar Lé Buns flíkur með sér heim til þess að prufa. 

OG VITI KONUR - DÍSA VARÐ ÁSTFANGIN

 

Nú hefur hún gefið út vlog til að segja frá sinni upplifun. Dísa segir frá á skemmtilegan hátt og við vonum að þú njótir þess að klæðast dásamlegu Lé Buns nærfötunum sjálf ... 

 UM DÍSU 

Eins og áður sagði er Dísa sjálf að vinna að uppbyggingu sjálfsins og leggur mikla áherslu á að dreifa boðskap um vellíðan og jákvæðni. Instagrammið hennar er gullfallegt og ég hvet þig til að fylgast með henni þar @disasteinarrs

Dísa heldur úti Youtube rás með kærasta sínum Jackson, og saman segja þau frá lífinu og tilverunni á skemmtilegan hátt. Dísa er þátttakandi í Miss Universe Iceland 2019 og er ég spennt að fylgjast með áhrifum hennar þar. Óska ég henni að sjálfsögðu góðs gengis! 

Dísa er frábær fyrirmynd og ég hlakka til að sjá hana blómstra.

Toppur: LUNA 

Botn: TAYLOR

Toppur: HARLOW 

AÐ LÍÐA VEL Í EIGIN LÍKAMA SKIPTIR ÖLLU MÁLI 

Takk fyrir lesturinn

ÁST OG FRIÐUR

REBEKKA 

NÁTTÚRULEGA NOTALEGT

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.