Skip to main content

Að taka meðvitaða ákvörðun

Að taka meðvitaða ákvörðun

 

AÐ TAKA MEÐVITAÐA ÁKVÖRÐUN

Mynd af Rebekku

Rebekka Pétursdóttir

Stofnandi Heima er gott, lífsunnandi, nautnaseggur og dekurrófa 

Í amstri dagsins eigum við það margar til að verða of ,,uppteknar" til að hugsa um okkur sjálfar...  Við keyrum okkur áfram á orku sem við eigum ekki til og stefnum í þrot. Þá er mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa hvort það sé eitthvað sem þig skortir, kannski stórt glas af vatni, auka klukkutíma svefn eða smá pepp frá fólki sem þér þykir vænt um. Fylgstu með þinu eigin sjálfi, stundaðu smá ,,self care" og vertu besta útgáfan af þér sjálfri. 

EKKI GLEYMA AÐ HUGSA UM SJÁLFA ÞIG 

ÞÚ SKIPTIR ÖLLU MÁLI 

 1   Í AUGNABLIKINU

Taktu eftir þínum hugsunum, skynjun og tilfinningum. Hvernig líður þér? Hver finnst þér vera rétta ákvörðunin fyrir þig, nákvæmlega núna?

 2   VILJANDI

Í stað þess að gera eitthvað umhugsunarlaust ættirðu að taka virkan þátt í lífinu þínu. Slökktu á ,,auto-pilot’’, hundsaðu það sem aðrir eru að segja þér að gera eða gera ekki, og taktu stjórnina. Meðvituð ákvörðun er rétt ákvörðun.

 3   ÁN ÞESS AÐ DÆMA

Hvað er það besta fyrir þig núna? Hvort ættirðu loksins að drífa þig í ræktina eða fá þér eitt rauðvínsglas og slaka á, heima? Passaðu þig að keyra þig ekki út með því að halda að þú eigir að vera að gera þetta eða hitt. Hvernig kemur þessi ákvörðun inn í stóra dæmið?

Að vita að þú tókst ákvörðun um eitthvað sem var best fyrir þig á því augnabliki hjálpar þér að draga úr neikvæðni gagnvart sjálfri þér.

ÞÚ GERÐIR ÞAÐ SEM VAR BEST FYRIR ÞIG 

NÚVITANDI ÁKVÖRÐUN OG SAMVISKUBIT

Að nota núvitund gæti hjálpað þér enn meira ef þú glímir við samviskubit yfir einhverju sem þú skilgreinir sem ,,óholt’’. Að fara í gegnum þessi skref getur hjálpað þér að skilja betur hvað er best fyrir þig hverju sinni, án þess að sjá eftir því. Þú getur þar af leiðandi tekið ákvörðun um að breyta plönunum þínum og ákveðið að það sé best fyrir þig að fara í kósýgallan, kveikja á kertum og dansa fyrir framan spegilinn, í staðinn fyrir að fara í partýið sem þig langaði eiginlega ekkert að fara í.  

ÞÚ SKAPAR ÞÍNA EIGIN VELLÍÐAN

Heilsa og vellíðan snýr ekki bara að líkamanum. Hún er líka andleg, tilfinningaleg og félagsleg. Þegar þú velur það sem er þér fyrir bestu byggirðu upp sterkari manneskju sem er betur tilbúin til að takast á við næstu verkefni. Því meiri núvitund sem þú hefur því líklegri ertu til að taka rétta ákvörun og útiloka eftirsjá, því meðvituð ákvörðun er alltaf rétt ákvörðun.

LEYFÐU ÞÉR AÐ LÍÐA VEL

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.