Skip to main content
0
9
0
9
dagar
0
9
0
9
tímar
0
9
0
9
mínutur
0
9
0
9
sekúndur

10 leiðir til að dekra við þig heima

10 leiðir til að dekra við þig heima

Það er svo mikilvægt, sérstaklega á svona óvissutímum í lífinu að gefa okkur tíma til að hugsa um okkur sjálfar. Í formi hugleiðslu, betra mataræðis, eða dekurs, finndu þér þína leið til að dekra við þig, þú átt það alltaf skilið.

Dekrum við okkur

Hér er listi af þeim leiðum sem ég nota til að dekra við mig

Ekki endilega í þessari röð en það hljómar samt eins og hinn fullkomni dagur ...

  1. Kveikja á fullt af vel ilmandi kertum 
  2. Þurrbursta líkamann - það eykur blóðflæði, losar út eiturefni og hjálpar húðinni að endurnýja sig
  3. Fara í extra langa sturtu með þægilega tónlist
  4. Taka 8 skrefa húðrútínu með öllum serumunum og kremunum mínum og rúlla húðina til að hjálpa húðinni að taka við kremunum
  5. Smyrja mig með rakakremi sem vekur og nærir allan líkamann
  6. Drekka meira vatn, það er magnað hvað vatn getur gert fyrir okkur
  7. Heima ,,manicure'' - ég elska að nota gervineglur, það er svo auðvelt að skella þeim á og vera með ferskar neglur
  8. Skrifa lista yfir þá hluti sem gleðja mig, það er gott að minna sig á hvað við höfum til að gleðjast yfir
  9. Elda góða máltíð og njóta virkilega
  10. Leyfa mér að hvíla mig og fá góðan svefn 

 

Farðu vel með þig vinkona 

Ást og friður

Rebekka  

 

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.