Skip to main content
0
9
0
9
dagar
0
9
0
9
tímar
0
9
0
9
mínutur
0
9
0
9
sekúndur

Fáðu húðina til að ljóma

Fáðu húðina til að ljóma

Flestar viljum við að húðin okkar haldi góðu formi, hafi góðan raka, sé laus við bólur og hrukkur. Til þess að áorka það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga og tileinka sér, til að húðin nái að ljóma. 

Drekktu nóg af vatni

Vatn vatn vatn

Það er aldrei of oft sagt, drekktu nóg af vatni! Og svo ennþá meira. Lykillinn að heilbriðri húð er vökvi. Það er það sem hreinsar út eiturefnum og bætir þarf af leiðandi yfirbragðið og heldur húðinni ljómandi. 

Rannsóknir hafa sýnt að bara tvö glös af vatni auka blóðflæði til húðarinnar, jafnar húðlit og yfirbragð. Á alvarlegri nótum, vatn getur líka hjálpað þér að berjast við vandamál eins og exem, psoriasis og acne. Því meira vatn sem þú drekkur, því meira jafnvægi verður á á vatni og olíu á yfirborði húðarinnar, sem getur minnkað útbrot og mislitun á meðan húðin fær meiri ljóma. Það er semsagt ekki verið að grínast þegar okkur er sagt að drekka meira vatn, skál!

 

Fegurðarblundurinn er mikilvægur

Hvíld og slökun

Eins mikið og við viljum oft halda áfram að keyra okkur út og vera duglegar, meigum við ekki gleyma því að við þurfum hvíld, já við lífræðilega þurfum á hvíld og svefni að halda! 

Um leið og við förum að sofa byrjar líkaminn að gera við sig og undirbúa sig fyrir næstu átök. Ef þú sefur ekki nóg hefur líkaminn þinn einfaldlega ekki tækifæri til að viðhalda sér og bæta það sem er að. Þar af leiðandi getur húðin þornað, misst teygjanleika, hraðað öldrun og valdið hrukkum. Taktu þér tíma til að vera róleg, dekra við þig og fá góðan fegurðarblund. 

Borðaðu næringarríka fæðu

Borðaðu rétt

Það hefur verið sagt að þú ert það sem þú borðar. Að mörgu leiti er það rétt, sérstaklega þegar þú vilt bæta líkamsstarfsemina þína. Að borða næringarríkan mat hjálpar öllum líkamanum út í gegn að fá þá orku og ljóma sem hann þarf. Sem betur fer er til fullt af mat sem er stútfullur af næringarefnum og vítamínum sem koma kroppnum í form, en það er svo mikilvægt fyrir okkur að fá nóg af efnum eins og góðri fitu, andoxunarefnum og vítamínum. Til dæmis eru hnetur, möndlur, fræ og avókadó frábær til að bæta fitu í mataræðið. 

Grænmeti  - Gulrætur, spínat og sætar kartöflur innihalda beta carotine, næringarefni og andoxunarefni sem verndar húðina fyrir sólinni, og hegðar sér sem eiginleg náttúruleg sólarvörn. 

Ávextir  - Rauð ber eru þekkt fyrir að innihalda resveratrol, efni sem dregur úr öldrun, með því að hægja á framleiðslu sameinda sem skaða húðfrumur.

Omega - 3 - Þurr húð gæti þýtt að þig vanti omega-3, en það eru fitusýrurnar sem halda raka í húðinni. Þú getur fengið góðan skammt af Omega-3 í feitum fisk, eins og laxi, eða í Lýsi og Lýsispillum ef þú borðar ekki fisk.

E vítamín - Eitt af mikilvægustu andoxunarefnunum fyrir húðina þína, sem er að finna í feitum fiski, eins í avókadó, grænmetisolíum, hnetum, möndlum, sólblómafræjum, spínat og brokkolí.

Það er meira að segja hellingur af vítamínum í dökku súkkulaði sem geta hjálpað húðinni þinni að ná ljóma. Þannig fáðu þér súkkulaði … svo lengi sem það er dökkt súkkulaði! 

Góð húðrútína er mikilvæg

Komdu upp góðri húðrútínu

Til viðbótar við hollan og skynsaman lífstíl er mikilvægt að koma upp góðri húðrútínu sem hentar þinni húðgerð. 

Notaðu góðan hreinsi sem þú getur notað daglega eins og Skin Gym Bare Face Cleanser, sem hreinsar og fjarlægir farða á sama tíma með létt freiðandi kremi sem virkjast með vatni og hannaður til að henta öllum húðgerðum.

Þú ættir líka að djúphreinsa húðina reglulega, en þá kemur Skin Camp Mud and Charcoal Mask að góðum notum. Hann er ríkur af steinefnum og nær djúpt í húðina. 

Húðin okkar elskar að fá auka skammt af raka, og hefur Hyaluronic sýra fengið mikla athygli upp á síðkastið. Það er töfra efni sem heldur góðu magni af raka í húðinni, en Skin Camp Hyaluronic Hydragel er okkar uppáhalds. 

Góð rakakrem eru líka lykilatriði, kvölds og morgna.  Svo eru Skin Camp Hydra-Gel Rosy Hearts Eye Mask dásamlegir til að tríta augnsvæðið og fá raka og næringu á þetta viðkvæma svæði, en maskinn er stútfullur af Hyaluronic sýru, collageni, amíno sýrum og koffíni, sem kælir og birtir yfir augnsvæðinu!



Hættu að snerta andlitið með óhreinum höndum

Hættu skaðlegum ávönum

Sumir ávanar eru augljóslega slæmir fyrir húðina og almenna heilsu, eins og að reykja. Í alvörunni, ekki gera það! Svo ættum við líka að hætta að snerta á okkur andlitið í tíma og ótíma, því það getur leitt til bakteríusöfnunar. Að drekka of mikið kaffi getur líka þurrkað húðina. Það er líka mikilvægt að halda hugarfarinu jákvæðu, því jákvæðar hugsanir leiða af sér jákvæða hegðun, og öfugt. Ljómandi fín húð er ekki bara ein aðferð, heldur hugarástand sem þú þróar með þér, hvernig þú hagar þér og lifir. Ef þér er alvara með að fá húðina þína í gott form, skaltu skapa þér góðan lífstíl og húðrútínu sem heldur húðinni þinni fallegri og glóandi.

 

 

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.