Skip to main content

Hvernig getur þú orðið besta útgáfan af þér sjálfri?

Hvernig getur þú orðið besta útgáfan af þér sjálfri?

Hvernig getur ÞÚ orðið besta úgáfan af þér sjálfri? 

Rebekka Pétursdóttir

Stofnandi Heima er gott, lífsunnandi, dekurrófa 

Í þessum skrifuðu orðum er ég að fagna. Ég er að fagna lífinu og tilverunni minni, fortíðinni sem er búin að gera mig að konunni sem ég er, núinu sem er svo notalegt og framtíðinni sem ég er svo spennt fyrir. Ég er líka að fagna því að í dag er liðið ár síðan að lífið mitt byrjaði á nýjum kafla. Ég sagði skilið við starf sem veitti mér ekki gleði lengur og ég fann að ég þurfti meira. Ég hóf leitina að hinni nýju mér. 

Allar höfum við okkur eigin sýn á lífið, markmið og langanir sem einkenna okkur. Það er reyndar ekki alltaf sem við náum að greina nákvæmlega hvað það er, en oft vitum við þó að við viljum meira.

 Það var tilfellið mitt, vitundin um að ég vilji meira, viljinn til að framkvæma en ögn áttavilt um næsta skref. Ég hef upplifað gleði og hamingju, ég hef upplifað áföll og sorg, ég hef upplifað allskonar rússíbana í lífinu. Ég fann að ég þurfi að ná betri tökum á hugsununum mínum og að skilgreina hvernig ég vildi lifa lífinu.

Þá datt mér í hug að leita til annara snillinga sem höfðu sjálfar upplifað það sama og höfðu komið sér að stað þar sem þær voru sáttar. Þar sem ég hef alltaf verið mikill aðdáandi lista, kannski sérstaklega tilfinningarinnar sem fylgir því að ljúka verkefni sem ég hef skrifað á lista, að setja ,,tjékk í boxið’’, þá varð ég dolfallin fyrir bókunum sem Moorea Seal skrifaði, The 52 List project52 lists for Happiness og 52 lists for Togehterness. 

The 52 list project                 

52 lists for Happiness                  

52 lists for Happiness                 

Bækurnar samanstanda af 52 listum, einum ætluðum hverri viku ársins, þar sem þú gefur þér tíma til þess að hugleiða, spá og skrifa niður hvernig þér líður. Meðal annars fá þær þig til þess að hugsa um hvað það er sem veitir þér ,,litlu gleðina í lífinu’’, það er að segja, litlu hlutina sem skipta samt svo miklu máli, hver er þín besta leið til þess að forða þér frá neikvæðum hugsunum og hvernig þú getur skorað á sjálfa þig til að framkvæma það sem þig langar. 

You are a badass

Langar þig ekki bara að hætta að draga sjálfa þig niður og gera það sem þig virkilega langar að gera, á besta mögulega hátt? Veistu ekki hvernig þú ferð að því? Þú ert ekki ein um það …

Zen as F*ck

Taktu tjillpillu og vertu frábær eins og þú ert

VARÚÐ: Ekki fyrir þær sem hafa óbeit á orðinu F*CK (það kemur fram í hundraðatali)!

Fyrir ekki svo löngu síðan kynntist ég svo bókinni You are a Badass: How to Stop Doubting Your Greatness and Start Living an Awesome Life, eftir Jen Sincero. Eftir að hafa lesið hana má meðsanni segja að krafturinn minn hafi þúsundfaldast! Ég áttaði mig á svomörgum styrkleikum mínum, ég áttaði mig líka að margt af því semhefur hingað til haldið aftur af mér get ég nýtt mér til framfara. Af því ersprottin svo mikil orka til framkvæmda, betrunar og lífsgleði!

Ég má líka til með að nefna bókina Zen as F*ck. Hún er fyrir þær sem eru til í að sjá það fyndna í þessu öllu saman, hafa gaman af ,,göllunum’’ sínum og halda áfram að vera frábærar. 

Ég vil og skal lifa lífinu eftir minni eigin sannfæringu, á þann hátt sem hentar mér best, þannig að ég nái að hámarka sjálfa mig

Ég vil líka hjálpa þér að gera það sama

Lorem Ipsum is simply dummy text of the printing and typesetting industry. Lorem Ipsum has been the industry's standard dummy text ever since the 1500s, when an unknown printer took a galley of type and scrambled it to make a type specimen book. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Vivamus leo ante, consectetur sit amet vulputate vel, dapibus sit amet lectus.

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.