Nýju bambus buxurnar sem þú hefur beðið eftir.
Sniðnar úr hinu fræga bambus efni okkar, ótrúlega mjúkt, létt og andar svo vel að þú gleymir að þú sért í þeim.
Mittið er með teygju og stillanlegu bandi innaná fyrir fullkomna, ósýnilega aðlögun. Og já… við bættum við vösum (loksins)!
Sniðið er ultra wide leg, fallega flæðandi og elegant án þess að fórna kósý faktor. Fullkomnar til að klæðast frá morgni til kvölds, hversdags, í vinnuna, á ferðinni eða bara heima í dekri.
Koma í regular og short lengdum og í stærðum XS–XXXL, svo þú finnur alltaf stærð sem hentar þér. Fullkomnar fyrir allt. Hversdags & kósý.