Skip to main content

Allt sem þú vilt vita um Gua sha steinana

Allt sem þú vilt vita um Gua sha steinana

Það er hægt að segja mikið um Gua Sha. Þú hefur kannski séð æðið í kringum rose quartz og jade steina á Instagram, hjá fræga fólkinu og þeim sem hafa áhrif. En veistu söguna á bakvið þá? Eða að þeir eru leyndarmálið á bakvið slétta, mótaða húð, mínus sprautur og aðgerðir? Þegar þú prófar Gua Sha er ekkert snúið við, aðferðin er orðinn fastur liður í húðrútínunni minni og ég elska það! Þessi tól eru fullkomin viðbót við dekurrútínuna þína og veita þér ljómandi frísklega húð og góðan skammt af vellíðan. 

Hvað er Gua Sha?

Tæknin er upprunin fyrir hundruðum ára sem form af kínveskri læknisfræði. Fólk notaði flata steina til að beita þrýstingi og skafa húðina, til að losa um vöðvaspennu og eymsli. Þó að aðferðin hafi verið það kraftmikil að hún leiddi til mars og roða (sha þýðir einmitt rauð húð), þá var hún mjög áhrifarík ... og er enn notuð í dag í formi dekurs. 

En ekki hafa áhyggjur, í dag er aðferðin mun meira slakandi. Steinarnir sem eru notaðir eru litlir og oftast úr rose quartz eða jade kristöllum, og er strokið yfir andlitið til að losa um spennu. Þú hefur kannski upplifað það að fá andlitsnudd frá snyrtifræðingnum á meðan þú liggur og bíður eftir að liturinn í augabrúnunum taki sig, en þú getur líka bætt svona tóli við rútínuna þína heima til að fá ljómandi húð! 

Hverjir eru kostirnir?

Gua sha er fullkomið form af dekri fyrir andlitið. Andlitsvöðvarnir eru oft stífir og aumir þegar við erum undir miklu álagi, sofum illa eða einfaldlega hlægjum svo mikið ... þar kemur gua sha inn. Tæknin er notuð til að slaka á andlitsvöðvunum, mýkja og slétta fínar línur og hrukkur, auka blóðflæði, draga úr þrota og færa þér fallegan ljóma.

Og ennþá meira gott? Gua sha mótar og ýtir undir andlitsdrættina þína á magnaðann hátt. Hver stroka með steininum léttir á bólgum og losar um vökva sem hefur sest í eitlana. Þú sérð það einstaklega vel þegar þú ert búin að vinna á helmingnum af andlitinu (þú skallt bara gera eina hlið í einu) og sérð hvað húðin lyftist og ljómar, trúið mér! 

Hvernig á að nota?

Þó að aðferðin sé nokkuð einföld, eru nokkrir hlutir sem þú ættir að vita. í fyrsta lagi, aldrei byrja að skrapa húðina án olíu eða serum. Aldrei. Þetta er það sem gerir steininum kleift að renna mjúklega yfir húðina. Þú ættir líka að vita að roði eða létt mar er eðlilegt, en þú ættir samt að forðast að nota of mikið afl til að koma í veg fyrir það. 

Notaðu gua sha steininn þinn daglega í 3 til 5 mínutur. Endurtaktu hverja hreyfingu hér að neðan 5x og gerðu bara aðra hlið andlitsins í einu. 

Kjálki og haka: Renndu gua sha steininum þínumfrá hökunni upp að eyrnasneplinum til að móta kjálkann.

Enni: Byrjaðu efst á miðju enninu, skiptu því í þrjú lárétt svæði og renndu steinunum út andlitið. Renndu einu sinni, færðu steininn svo neðar og renndu aftur.

Kinnar: Byrjaðu við nefið og renndu steininum upp kinnina og kinnbeinið, í átt að eyrunum. Renndu einu sinni, færðu steininn svo neðar og renndu aftur, og einu sinni enn frá hökunni og út kjálkann.

Undir augu: Byrjaðu við innri krók augans og renndu VARLEGA yfir augnsvæðið til að senda þessa bauga burt.

Brúnir: Renndu upp meðfram ennisbeininu, frá miðju andliti og út.

Varir: Renndu fram og til baka yfir varirnar 5 til 7 sinnum til að stinna og þrýsta þær.

Háls: Skiptu hálsinum í 4 svæði og renndu steininum UPP hálsinn, 5 strokur á hvert svæði.

Athugaðu: Þú ætti eingöngu að nota þann þrýsting sem þér finnst þægilegt. Meðferðin á ekki að vera sársaukafull.

 

Nú ætti húðin þín að vera ljómandi fín, spennan farin og vellíðanin komin.

 

Hafðu það gott!

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.