Lærðu að þekkja sjálfa þig
·
·
Lærðu að þekkja sjálfa þig
Verkefnin geta verið endalaus og streitan tekið yfir. Með nýju ári fylgja oft ný tækifæri og við lítum á það sem nýja byrjun, til þess að endurskipuleggja og taka okkur í gegn. Við verðum samt að muna að keyra okkur ekki í þrot og taka stund til þess að rækta hugann og sálina.
Í byrjun síðasta árs kynntist ég yndislegum bókum sem hjálpuðu mér að skipuleggja hugann minn og fá skýrari mynd af löngunum mínum. Ég varð yfir mig ástfangin og vildi deila þeim með fleirum, þær urðu í raun hvatning til þess að opna verslunina mína. Þær seldust upp mjög fljótt en eru núna komnar aftur, í tæka tíð til að skipuleggja nýja árið!
Njóttu þess að vera til
Besta kveðjan
Rebekka
ELSKAÐU SJÁLFA ÞIG - ÁN SKILYRÐA
Comments