Verkefnastjóri / aðstoðarmanneskja
Við leitum að skipulögðum, áreiðanlegum og jákvæðum einstaklingi sem elskar að hafa hlutina í lagi, og vill vera hluti af litlu, skapandi teymi sem er á mikilli siglingu.
Þetta er sveigjanlegt hlutastarf sem hentar vel samhliða námi eða öðrum verkefnum, með möguleika á áframhaldandi samstarfi þegar ný verkefni taka við. Kjörin staða fyrir einhvern sem vill öðlast reynslu í rekstri, markaðssetningu og vörumerkjauppbyggingu, og vera hluti af hlýju og skapandi teymi í vexti.
Starfið felur í sér:
- Aðstoð við daglegan rekstur og verkefnastjórn
- Undirbúning og framkvæmd markaðsherferða og viðburða
- Skipulag á pöntunum, pökkun og birgðum (sérstaklega yfir jólatörnina)
- Samskipti við birgja, framleiðendur og samstarfsaðila
- Almennan stuðning við eiganda vörumerkisins í verkefnum dagsins
- Aðstoð við skipulag, textagerð og efni á samfélagsmiðla
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er skipulagður, ábyrgur og lausnamiðaður
- Hefur góða samskiptahæfni og getur unnið sjálfstætt
- Er skapandi og hefur gott auga fyrir fagurfræði og smáatriðum
- Á auðvelt með að læra á ný kerfi (Shopify, Klaviyo, Canva o.fl.)
- Hefur áhuga á tísku, samfélagsmiðlum og vörumerkjauppbyggingu
- Talar og skrifar góða íslensku og ensku
Við bjóðum:
- Sveigjanlegt samstarf í hlýju og skapandi umhverfi
- Tækifæri til að þróast með ört stækkandi íslensku vörumerki
- Skemmtileg verkefni sem snúa að tísku, markaðssetningu og skipulagi
- Möguleika á áframhaldandi starfi eftir jólatörnina
Starfið hefst strax og er fyrst og fremst hugsað sem samstarf yfir jólatörnina, með miklum möguleika á áframhaldandi starfi á nýju ári.
Ef þú ert skipulögð týpa sem elskar kósý stemningu, fallega hluti og að láta hluti gerast, þá er þetta starfið fyrir þig. Þetta er sveigjanlegt hlutastarf til að byrja með, en við trúum á að góð samvinna leiði til fallegra hluta.
Starfstími: Frá nóvember 2025
Staðsetning: Reykjavík
Starfshlutfall: Hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma
Umsóknarfrestur: til og með 5. nóvember 2025
Sendu stutta kynningu og ferilskrá á heima@heimaergott.is með fyrirsögninni Verkefnastjóri / aðstoðarmanneskja
