Skip to main content

Content creator / social media management

Heima er gott leitar að aðstoð við samfélagsmiðla & efnisgerð

Við leitum að skapandi manneskju sem elskar að mynda, miðla og skapa fallega stemningu. Þetta er starf með möguleika á auknu umfangi þegar verkefni fjölga og merkið heldur áfram að vaxa.

Frelsi, hugmyndir og hæfileikar. Fjölbreytt verkefni, góð reynsla, tækifæri til að hafa áhrif.

Þetta er sveigjanlegt hlutastarf sem hentar einstaklega vel fyrir einhvern sem er í námi, vinnur að öðru verkefni, eða er að koma aftur út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof, og vill nýta hæfileikana sína í skapandi, hlýju og fagurlegu umhverfi. Starfið gefur þér tækifæri til að byggja portfolio, öðlast reynslu og vera hluti af hlýju og skapandi teymi.

Starfið felur í sér:

  • Að búa til myndefni með Heima er gott flíkum (myndir, reels, stories og fleira)
  • Að veita fólki innblástur, deila kósý mómentum, uppskriftum, hugmyndum og ráðum sem gera hversdagsleikann aðeins fallegri.
  • Klippa og vinna efni fyrir Instagram, TikTok og síðu
  • Taka þátt í myndatökum og efnisdögum með teymi
  • Skrifa stutta texta og caption í samræmi við brand aesthetic
  • Aðstoð við undirbúning herferða og viðburða

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur góða tilfinningu fyrir fagurfræði, litum og birtu
  • Er örugg fyrir framan myndavél og hefur sjálfstæðan stíl
  • Hefur áhuga á tísku, samfélagsmiðlum og visual storytelling
  • Er skipulagður, skapandi og áreiðanlegur
  • Hefur grunnþekkingu á forritum eins og Canva, CapCut eða InShot kostur
  • Getur sýnt dæmi um efni sem hún hefur sjálf búið til

Við bjóðum:

  • Sveigjanlegt samstarf í hlýju og skapandi umhverfi
  • Tækifæri til að þróa þig í efnisgerð og brand storytelling
  • Kósý, fagurlegt andrúmsloft þar sem hugmyndir fá að lifa
  • Möguleika á áframhaldandi samstarfi eftir jólatörnina

Starfstími: Frá miðjum nóvember til loka janúar (með möguleika á framhaldi)
Staðsetning: Reykjavík (hluta- eða fjarvinna eftir verkefnum)
Umsóknarfrestur: til og með 5. nóvember 2025
Umsóknir: Sendu stutta kynningu á þér og dæmi um efni sem þú hefur búið til (t.d. Instagram eða TikTok prófíl) á heima@heimaergott.is með fyrirsögninni Content creator / social media management