Skip to main content
EIK double ribbed bómull langermabolur | CHAMPAGNE
EIK double ribbed bómull langermabolur | CHAMPAGNE

EIK double ribbed bómull langermabolur | CHAMPAGNE

9.990 kr

Við vildum meira af því góða. Við tókum rifflaða bómullarefnið sem þú þekkir, og tvöfölduðum það. Niðurstaðan? Meira form, meiri mýkt og engin hætta á gegnsæi. Þetta er efnið sem vinnur með líkamanum, ekki á móti honum.

Klassískur langermabolur með heillandi hálsmáli, í sama rifflaða bómullarefni og er í kjólunum okkar.

Tvöfalda lagið veitir létt og þægilegt aðhald sem mótar fallega, heldur betur, og sýnir minna. Það er mjúkt, teygjanlegt og ótrúlega þægilegt, alveg eins og þú vilt hafa það.

Þessar flíkur eru hannaðar til að styðja við þig alla daga, hvort sem þú ert heima í kósý, á ferðinni eða einhvers staðar á milli. Þú þarft ekki að velja á milli þæginda og fallegs sniðs. Þú færð bæði.

Þetta gæti líka farið þér vel