Skip to main content
Málað & kjaftað
Málað & kjaftað

Málað & kjaftað

4.990 kr

Við grípum pensla, hellum í glasið og málum okkur í gegnum kvöldið. Engin pressa, bara hlátur, litir og góð stemning. Við lofum þér kvöldi fullt af litum, hlátri og sögum sem flæða, allt í kósý stemningu Heima er gott.

Málað & kjaftað er kvöldstund þar sem list, spjall og vín mætast í huggulegu umhverfi. Þetta er fullkomið fyrir vinkonuhópinn eða sem smá me-time ef þú vilt mæta ein og kynnast nýjum andlitum.

Þú þarft bara að mæta, við sjáum um restina.

Fyrir hvern er þetta?

  • Vinkonuhópinn sem vill gera eitthvað öðruvísi
  • Þær sem vilja mæta einar, fá tíma fyrir sig og kynnast nýju fólki
  • Allar sem elska notalega stemningu, gott spjall og smá skapandi gleði

Þú færð

  • Striga, pensla og alla liti sem þú þarft til að mála þitt eigið verk
  • Vín eða óáfengan drykk ásamt léttum veitingum
  • Kvöldstund í fallegu og afslöppuðu umhverfi

Hvenær & hvar

Heima er gott búðin
Laugardagur 20. september kl. 18:30

Hvernig virkar þetta?

Þú tryggir þér miða hér í netversluninni. Sætin eru takmörkuð, svo ekki bíða of lengi, þetta verður kvöld sem þú munt ekki vilja missa af!

Þú þarft ekkert nema mæta,við sjáum um litina, strigana og stemninguna. Þú ferð heim með þitt eigið litríka listaverk og bros á vör.