Skip to main content

Þegar þú átt skilið dekur

Ég hef gert það að forgangsatriði að gefa mér tíma í ,,self care’’ í hverri viku. Einhvern veginn ná þessir litlu sykurmolar frá Harper + Ari að hafa áhrif á bæði líkama og sál. Slökunin sem fylgir því að skrúbba í bland við dásamlega ilmi gerir allt ferlið svo ljúft.

Hver ilmurinn er nefnilega örðum betri, mig langar næstum að borða þá! Það er sennilega algeng löngun því að á pakkanum sjálfum stendur að það eigi einmitt ekki að borða þá.

Kostir þess að skrúbba húðina reglulega

- eykur blóðflæði og kemur jafnvægi á sogæðakerfið
- jafnar húðlit og misfellur
- örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, sem eykur teygjanleika

Coffee sykurmolaskrúbbar

Jucice cleanse sykurmolaskrúbbar

AFHVERJU SYKURMOLAR?

Ég elska að stærðin henti svo vel fyrir eitt skipti þannig að ferlið verður alveg án messins. Einn lítill kubbur og þú ert góð. Þú einfaldlega tekur einn með þér í sturtuna, blandaðu honum bara við smá vatn í hendinni þinni og byrjar að skrúbba. Þetta gerir ferlið allt svo mikið auðveldara. Margir skrúbbar koma lausir í krukkum eða pokum og ég enda óhjákvæmlega með helminginn undir nöglunum eða missi beint í niðurfallið.

Plús, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það komist auka vatn í krukkuna þegar þú nærð ekki að skrúfa lokið á með vatnið rennandi og hendurnar fullar af skrúbbi. Niðurstaðan? Algjör dekurupplifun sem ýtir undir slökun.

decorations

Rosé sykurmolaskrúbbar

HVERNIG Á AÐ NOTA?

Taktu einn með þér í sturtuna eða baðið og nuddaðu mjúklega yfir blauta húð, mér finnst gott að brjóta kubbinn upp í lófanum fyrst með smá vatni. Einbeittu þér að að grófari blettum, eins og olnbogum og hnjám. Við mælum með því að þú notir skrúbbinn tvisvar í viku til að hámarka afraksturinn eða hvenær sem þú þarft á extra dekri að halda.

NJÓTTU ÞESS AÐ DEKRA VIÐ ÞIG

Aðal innihaldsefnin eru sykur, shea butter og aloe vera. Þessi þrenna er með það lykilhlutverk að hreinsa og næra húðina. Þeir eru án allra ofnæmisvaldandi efna, parabena og súlfata, og að sjálfsögðu ÁN OFBELDIS.

MJÚK HÚР 
Með Aloe Vera og Shea Butter þannig að molarnir næra og mýkja húðina
DJÚPHREINSUN  
Burt með dauðar húðfrumur og óhreinindi
FULLKOMLEGA SKAMMTAР
Molarnir eru í fullkominni stærð fyrir eina notkun
EFTIRRÉTTUR FYRIR HÚÐINA ÞÍNA 
Ilmirnir eru hver öðrum betri og allir finna eitthvað fyrir sig
BÚIÐ TIL MEÐ ÁST 
Molarnir eru án skaðvaldandi efna eins og parabena og súlfata
CRUELTY FREE 
Molarnir eru ALDREI prófaðir á dýrum