Sagan okkar 

Þetta snýst allt um að líða vel ...

Heima er gott er netverslun með það að markmiði að hjálpa hinni uppteknu konu að lifa sínu besta lífi, með því að leggja áherslu á vellíðan, jákvæða sjálfsímynd og síðast en ekki síst sanngjörn viðskipti. Heima er gott tilfinningin snýst um að þú getir slakað á, verið þú sjálf og undirbúið þig fyrir næstu verkefni lífsins, umkringd munum sem veita þér þægilega tilfinningu ...

ÞAÐ Á EINMITT AÐ VERA GOTT AÐ VERA HEIMA

Á BAKVIÐ TJÖLDIN

Hver er þar?

MÍN SAGA

Ég er Rebekka, einnar konu teymið á bakvið verslunina Heima er gott - en ég fæ stundum aðstoð utanaðkomandi snillinga til að sinna því sem ég get ekki. Ég er mjög heimakær og ég vil að öllum líði vel á heimilinu mínu. Ég er mikill fagurkeri og vil gera það besta úr öllum aðstæðum, súrum og sætum. Verslunin mín er einskonar framlenging af mér sjálfri, heimilinu mínu og því sem ég stend fyrir.

MÍN MARKMIÐ

Markmiðið mitt er að hjálpa þér að vera besta útgáfan af þér sjálfri, með því að færa þér muni sem ég sjálf elska og dái, frá fólki sem er að gera hlutina sjálft og láta draumana sína rætast. Ég vil því deila með öðrum því sem að ég hef fundið veita mér hamingju og vellíðan. Mér finnst mikilvægt að hver og einn finni sína ástríðu, stíl og umkringi sig með fólki og munum sem veita innblástur, notalega tilfinningu og ást - þetta snýst jú allt um það að líða vel. Ég vil að þú upplifir heimilið þitt sem griðarstaðinn þinn, þar sem þú getur verið þú sjálf, slakað á og nært þig inn að beini. 

VERUM BESTA ÚTGÁFAN AF OKKUR SJÁLFUM

MARKMIÐ

Að hjálpa hinni uppteknu konu að lifa sínu besta lífi, með því að leggja áherslu á að byggja upp sjálfið, jákvæða sjálfsímynd og síðast en ekki síst stunda sanngjörn viðskipti.

TILGANGUR

Að skapa samastað fyrir frábæra muni, framleidda af dásamlegu fólki sem er að láta draumana sína rætast. Hér ættir þú að geta fundið eitthvað sniðugt, hvort það sé innblástur, húmor, dekur eða gjafir.

GILDI

HÚMOR

Höfum gaman að þessari tilveru

Kvenstyrking

Ég legg mikla áherslu á að styðja við fyrirtæki sem eru rekin af öðrum konum

Sanngirni

Ég býð eingöngu upp á muni sem hafa verið framleiddir á sanngjarnan máta

Umhverfismeðvitund

Ég takmarka allan óþarfa og vel muni sem hafa verið framleiddir á náttúruvænan hátt

Jákvæð og Uppbyggileg samskiptI

Verum góð við hvert annað og leyfum ástinni að sigra

EKKI GLEYMA AÐ SKRÁ ÞIG Á PÓSTLISTANN

þú færð 15% afslátt af þínum fyrstu kaupum og frábærar fréttir - jibbý!

TAKK FYRIR KOMUNA

Rebekka