Skip to main content

LOUNGEWEAR línan er komin

LOUNGEWEAR línan er komin
Loungewear línan
Með endalausri spennu og hellings stolti kynni ég nýjustu viðbótina við LÉ BUNS úrvalið: LOUNGEWEAR. 
Mjúkar, þægilegar og klassískar flíkur frá uppáhalds merkinu okkar (þó ég segi sjálf frá).
Línan heldur í sömu gildi og allt annað sem kemur frá merkinu, með áherslu á flíkur sem eru snilldarlega hannaðar í hæstu gæðum, sem veita vellíðan og auka lúxus. 
Efnin í flíkunum eru úr silkimjúkum bambus og fyrsta flokks hör, framleiddum á umhverfisvænan og mannúðlegan máta. Þær eru fullkomin viðbót við fataskápana okkar allra. 
Lúxus kósýföt

HUGSUNIN 

Flíkurnar eru hannaðar með notagildi, gæði og tímaleysi í huga. Merkið einblínir á að færa okkur flíkur sem endast, bæði í notkun og í gegnum hraðann í tískunni. Þær eru hannaðar til að vera bæði notaðar heima og að heiman, með endalausum möguleikum á stílíseringum og hlutlausri litapallettu sem hæfir öllum stílum. 

EFNIN

 

BAMBUS 65% - LÍFRÆN BÓMULL 25% - SPANDEX 10% 

Hér kemur bambusinn og býr til ennþá silkikenndari áferð í bland við klassísku lífrænu bómullina. Með því að hanna þessi klassísku snið geturðu rúllað beint fram úr rúminu og tekist á við daginn sem er framundan. 

 

 

PREMIUM LINEN 100%

Hör efnið er einstaklega endingargott og umvefur líkamann fallega. Hannað til að bæta góðum skammt af lúxus við hversdagsleikann. Fyrir utan það að vera svona fallegt er það líka mjúkt, þægilegt og andar vel, sem gerir það fullkomið fyrir flestar aðstæður lífsins. 

Hör sloppur - LÉ BUNS Ísland

Comments

Be the first to comment.
All comments are moderated before being published.